Hvernig fellum við af með picot

Keywords: hálsskjól, jakkapeysa, kantur, peysa, picot, toppur, vesti,

Í þessu DROPS myndbandi sýnum við hvernig við aukum út lykkjur, jafnframt því sem við fellum af og fáum affellingarkant með picot. Við höfum nú þegar prjónað stroff með 1 lykkju snúin slétt og 2 lykkjur brugðið og byrjum myndbandið á því að fella af þannig: Prjónið 1 lykkju snúin slétt, * stingið inn hægri prjóni á milli 2 fyrstu lykkja á vinstra prjóni, sláið 1 sinni uppá hægri prjón, dragið uppsláttinn fram á milli lykkja og setjið uppsláttinn yfir á vinstri prjón *, prjónið frá *-* alls 2 sinnum, prjónið slétt og fellið jafnframt af 5 lykkjur (= 1. lykkja á hægri prjóni + 2 uppslættir + 2 lykkjur). Haldið áfram að prjóna frá *-* og fellið af 5 lykkjur alveg eins meðfram allri umferðinni þar til ekki eru nægilega margar lykkjur eftir til að gera nýjan picot.
Fellið af þær lykkjur sem eftir eru. Við notum garnið DROPS Snow í myndbandinu.
Fylgja þarf uppskrift sem er með þessari aðferð við affellingu og til þess að geta fylgt myndbandinu eftir.
Þú finnur mynstur þar sem þessi aðferð er notuð með því að smella á myndirnar að neðan.

Myndbandið að ofan er hægt að nota í eftirfarandi mynstrum

Athugasemdir (2)

Jytte wrote:

Hjælp mig

04.08.2022 - 18:28

Jytte wrote:

Jeg er ved at strikke baby Harriet, Baby 18-9 jeg er så ked af det, for kjolen kryber op, den nederste kant kravler hele tiden op. Hvad skal jeg gøre, kan jo ikke sætte et metalbånd i forneden? Venlig hilsen Jytte Hansen

04.08.2022 - 18:28

DROPS Design answered:

Hei Jytte. Prøv å dampe kanten lett og se om den holder seg "nede". mvh DROPS Design

08.08.2022 - 13:59

Skrifa athugasemd við þetta myndband

Netfangið þitt verður ekki birt. Dálkar sem verður að fylla út eru merktir með *.