Hvernig á að fella af með picot kanti í DROPS 169-8

Keywords: kantur, picot, sjal,

Í þessu DROPS myndbandi sýnum við hvernig við fellum af með picotkanti. Í þessu myndbandi þá prjónum við þannig: Fellið af 2 fyrstu lykkjur á prjóni (* stingið inn hægri prjón á milli 2 fyrstu lykkja á vinstri prjóni, (þ.e.a.s. á milli lykkja á prjóni, ekki í gegnum lykkju), sláið uppá hægri prjóninn, dragið fram uppsláttinn á milli lykkja og setjið uppsláttinn á vinstri prjón *, endurtakið frá *-* 2 sinnum til viðbótar, (= 3 nýjar lykkjur á vinstri prjón) ** Prjónið fyrstu lykkju á vinstri prjón slétt, takið fyrstu lykkju á hægri prjón yfir síðustu lykkju sem var prjónuð ** ), endurtakið frá **-** alls 7 sinnum og endurtakið (-) meðfram öllu sjalinu þar til 1 lykkja er eftir. Klippið frá og dragið bandið í gegnum síðustu lykkju. Þetta sjal er prjónað úr DROPS Lace, en í myndbandinu notum við grófara garn; DROPS Snow.
Fylgja þarf uppskrift til þess að geta fylgt myndbandinu eftir.
Þú getur séð þetta mynstur með því að smella á myndina að neðan.

Myndbandið að ofan er hægt að nota í eftirfarandi mynstrum

Athugasemdir (1)

MaFrancoise wrote:

Cette video muette du rabattage en picots est parfaite avec en plus les explications écrites pour joindre au patron un grand merci

07.10.2016 - 19:27

Skrifa athugasemd við þetta myndband

Netfangið þitt verður ekki birt. Dálkar sem verður að fylla út eru merktir með *.